Work in progress

Vinnsluferlið getur verið langt og strangt.

Ég handmóta hlutina mína í steinleir, geri síðan mót af þeim í gifs, sem ég læt síðan þorna í um það bil viku áður en ég fer að steypa postulínið í mótið. Þegar ég steypi postulín í mótin þarf það að standa í eina til sex klukkustundir í mótinu, það fer eftir því hvað hluturinn er stór og hvað mótið er blautt. Þegar ég tek hlutinn úr mótinu snyrti ég hann og handsker allar brúnir, þær eru aldrei alveg eins og gerir það hvern hlut einstakan, þó svo hann sé steyptur í sama mót. Ég læt hlutina þorna í einhverja daga áður en ég hrábrenni þá við 1000°c stundum þarf að pússa hlutina eftir hrábrennslu og síðan eru þeir glerjaðir og litaðir og loks brenndir við 1260 til 1280°c 

þá er bara að bíða spenntur í ca. 24 tíma á meðan brennsla og kæling er í gangi og sjá hvort allt er eins og það á að vera 🤪